Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af First Price hörfræjum sem Krónan flytur inn vegna þess að það greindist blásýra yfir leyfilegum mörkum. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, innkallað vöruna.

Í reglugerð um aðskotaefni er hámarksmagn fyrir blásýru í hörfræjum til neytenda 150 mg/kg. en það mældist langt yfir hámarksgildum (320 mg/kg).

Einungis varðar innköllunin eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: First Price hörfræ
  • Vörumerki: First price
  • Nettómagn: 250 g
  • Framleiðandi: Rol – Ryz Sp. Z.o.o.
  • Innflytjandi: Krónan, Dalvegi 10-14
  • Framleiðsluland: Pólland
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 05 2025
  • Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað.
  • Dreifing: Allar verslanir Krónunnar