Í dag kl. 13 hefst þátturinn Tíu Dropar á FM Trölla eftir nokkurt hlé. Þátturinn verður í beinni útsendingu frá Kanaríeyjum.

Það eru “Tröllahjónin” Kristín Magnea Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason sem stjórna þættinum. Þau fara um víðan völl, kíkja á helstu fréttirnar á trolli.is, spila allskonar lög og spjalla vafalaust um nýju fjölskyldumeðlimina, uppskrift vikunnar verður á sínum stað og allt getur gerst.

Útgáfa sænsku hljómsveitarinnar ABBA, sem er að fara að gefa út splunkunýja plötu eftir 40 ára hlé mun einnig fá sinn tíma í þættinum og verða leikin eitt til tvö lög af nýju plötunni sem nefnist Voyage.

Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla á sunnudögum kl. 13.
FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is