Í þættinum Tónlistin í dag verður Ásgeir Trausti í aðalhlutverki.
Ásgeir er eins og margir aðrir tónlistarmenn að vinna að nýju efni. Í október kemur út smáskífa með fjórum lögum en svo er áætlað að ný breiðskífa komi út á næsta ári.
Þáttarstjórnandi náð tali af Ásgeiri fyrr í vikunni og við fáum að heyra hvað er að gerast hjá honum, og hvað hefur verið að gerast hjá honum upp á síðkastið í tónlistinni.

Einnig var að koma út nýtt lag frá ungum tónlistarmanni sem búsettur er í Miðfirði í Húnaþingi vestra. Guðmundur Grétar Magnússon heitir hann og við heyrum lagið hans, og jafnvel heyrum við í kappanum í beinni útsendingu þar sem hann er að jafna sig eftir göngur og réttir helgarinnar.

Og að sjálfsögðu verður spilaður alveg hellingur af nýju og notuðu efni héðan og þaðan úr heiminum svo eitthvað verður fyrir alla í þættinum.

Fylgist með þættinum Tónlistin á FM Trölla á sunnudögum kl 15:00 til 17:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is/gear/player/player.php

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is