Hljómsveitin heimsfræga, ABBA frá Svíþjóð gefur út nýja plötu nú í haust.
Útgáfudagur er 5. nóvember, en forsala er hafin.

Tvö af lögunum á plötunni eru komin á streymisveitur og verða leikin í þættinum Tíu Dropar, sem er á dagskrá FM Trölla á sunnudögum kl. 13 – 15.

Fyrsta plata ABBA í 40 ár – forsala er hafin á abbavoyage.com og aldamusic.is

ABBA – Voyage

Útgáfudagur: 5. nóvember 2021

Í kjölfarið verða tónleikar með alveg nýju sniði, þar sem fjórmenningarnir koma fram með hjálp nýjustu tækni. Þau fjórmenningarnir fluttu tónleikana fyrir framan 150 myndavélar og næstum jafn marga video-listamenn, með alls kyns nemum og myndavélum á sér. Með fullkomnustu video- og tölvutækni eru þau síðan endurgerð eins og þau litu út fyrir um 40 árum!

Hér er stutt myndband sem lýsir hvernig farið er að og brot úr einu lagi má einnig sjá.

Platan kemur út á vínyl, CD, sérstakri CD útgáfu og á kassettu.

Lagalisti: 
1. I Still Have Faith In You
2. When You Danced With Me
3. Little Things
4. Don’t Shut Me Down
5. Just A Notion
6. I Can Be That Woman
7. Keep An Eye On Dan
8. Bumble Bee
9. No Doubt About It
10. Ode To Freedom