Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár á 138. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar.

Á Siglufirði höfðu þann 28. júní 6.895 tonn borist á land í 688 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 5.091 tonn í 632 löndunum.

Á Ólafsfirði höfðu 129 tonn borist á land í 115 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 148 tonn í 124 löndunum.

Landaður afli í Fjallabyggð sem af er ári