Ekki er veðrið sumarlegt um að lítast á Siglufirði í dag, slydda og 3°. Það spáir slyddu og krapa norðaustanlands í nótt segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Blika.is.

Segir hann “Kaldi kjarninn sem fer suður yfir austanvert landið seinnipartinn og í nótt er ættaður frá Nova Zemlya Rússlandsmegin í Íshafinu.

Snjóar í hærri fjöll í nótt. Það eindregin úrkoma að líklegt má telja að vegurinn hefi ekki undan að bræða frá krapann eða bleytusnjóinn á Fjarðarheiði og á Háreksstaðaleið upp af Jökuldal.

Enginn vetrarþjónusta er á vegum um hásumar, en líklegt má telja að krapinn bráðni af tiltölulega snemma í fyrramálið.

Ágætt samt að Norræna er ekki áætluð á Seyðisfirði fyrr en á fimmtudag!

*Spákortið kl. 06 í fyrramálkið sýnir þykkt í metrum og hiti í 850 hPa. Heldur kuldalegt kort verður að segjast”.

Forsíðumynd/úr vefmyndavél Trölla.is.