Sunnudaginn 14. apríl fóru nokkrir nemendur TÁT með kennnurum sínum upp í Varmahlíð og tóku þátt í Nótunni 2024. Allir nemendur stóðu sig frábærlega og voru sér, kennurum og skólanum til mikils sóma.

Nemendur sem tóku þátt voru:

Jakob Örn Hvanndal Gíslason söngur lagið „Vinir í gegnum þykkt og þunnt“ höfundur lags Henry Mancini. Undirleikur á píanó, Ave Kara Sillaots.

Marcel Úlfur Davidson lék á píanó/flygil Le coucou (Gaukurinn) eftir Daquin.

Jökull Freyr Hauksson söng lagið „Pokemon theme song“. Ingvi Rafn Ingvason lék með á trommur.

Ólafur Árni Haraldsson söng lagið Skyfall eftir Adele. Undirleikur á píanó, Ave Kara Sillaots.

Myndir/TÁT