Síðastliðinn föstudag var 112 dagurinn haldinn um allt land og fengu nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar heimsókn á skólalóðirnar.

Nemendur fengu að skoða bíla og tæki slökkviliðs, lögreglu, björgunarsveita og sjúkrabíl. Mikill spenningur varð hjá nemendum þegar þeir fengu að setjast inn í bílana og skoða tækin.

Björgunarsveitin mætti með nýja drónann á staðinn og vakti hann mikla kátínu hjá nemendum. 

Sjá fleiri myndir: HÉR

Mynd/Björgunarsveitin Strákar