Framkvæmdanefnd kirkjuþings hefur gengið frá ráðningu Birgis Gunnarssonar til að gegna starfi framkvæmdastjóra rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar.

Alls bárust 44 umsóknir um stöðuna.

Birgir er fæddur 1963 og uppalinn á Siglufirði. Hann er menntaður rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst og hefur einnig lokið námi í rekstri og stjórnun frá Háskólanum í Gautaborg.

Birgir hefur umfangsmikla reynslu af rekstri og stjórnun stórra stofnana, en undanfarin ár hefur hann gegnt starfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Áður var Birgir forstjóri Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar í Mosfellsbæ, í þrettán ár en þar áður var hann forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðarkróki í sextán ár.

Birgir hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum s.s. setið stjórn Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg, verið formaður Landssambands heilbrigðisstofnana, formaður Félags forstöðumanna heilbrigðisstofnana og ýmislegt fleira.

Birgir mun hefja störf í júní 2022.

Svona var auglýsingin á fréttavef kirkjunnar.is og umsóknarfrestur var til 24. janúar s.l. 

Siglfirðingurinn Birgir Gunnarsson ráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

Mynd/ úr einkasafni