Birgir Gunnarsson

í frétt Mbl.is kemur fram að meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar Ísa­fjarðarbæj­ar hef­ur ákveðið að ráða Siglfirðinginn Birgi Gunn­ars­son í starf bæj­ar­stjóra Ísafjarðarbæj­ar.

Hann tek­ur við starf­inu af Guðmundi Gunn­ars­syni sem hætti sem bæj­ar­stjóri í lok janú­ar. 

Í tilkynningu segir að Birg­ir er fædd­ur árið 1963 og er upp­al­inn á Sigluf­irði og lauk þaðan grunn­skóla­námi. Hann er stúd­ent frá Fjöl­brauta­rskóla Norður­lands vestra á Sauðár­króki og rekstr­ar­fræðing­ur frá Há­skól­an­um á Bif­röst. Því til viðbót­ar lauk hann námi í rekstri og stjórn­un frá Há­skól­an­um í Gauta­borg.

Birg­ir tekur við starfi bæjarstjóra 1. mars en ráðning­in er með fyr­ir­vara um samþykki bæja­stjórn­ar sem kem­ur næst sam­an 20. fe­brú­ar.

Mynd: úr einkasafni