Á Kanarí búa fjölmargir Íslendingar til lengri eða skemmri tíma og hafa þeir nýverið stofnað Íslendingafélag við góðar undirtektir.

Hið nýstofnaða félag ákvað að standa fyrir þorrablóti sem haldið verður á morgun miðvikudaginn 12. febrúar.

Í gær þegar komið var með þorramatinn til Kanarí tók tolllögreglan á móti honum, gerði hann upptækan og fargaði.

Forsvarsmenn þorrablótsins eru afar leiðir yfir þessu en láta ekki deigan síga og blása til sóknar.

Boðið verður upp á Þorrakjötsúpu af bestu gerð, íslenskt gaman, söng og dans í Maspalomas Lago kl.17.00.

Sjá frétt: Stofnun íslendingafélags á Gran Canaria á Kanaríeyjum