Söngurinn ómaði í miðbænum og þegar betur var að gáð hljómaði hann frá Iðju Dagvist við Aðalgötuna. Við gengum á hljóðið og fundum sönghópinn á sólpallinum við Iðju Dagvist þar sem Íris spilað á gírar, að eigin sögn segist hún hafa “glamrað frá 12 ára aldri”. Aðrir sungu með af hjartans list og skemmtu þau sér hið besta. Starfsfólkið dekraði við sönghópinn og færði þeim út ávaxtasjeik og nýbakaðar lummur út í góða veðrið.

Vistmenn Iðju Dagvistar spila og syngja alltaf saman á miðvikudögum, aðra daga er farið saman í göngutúra, sund, saumað og prjónað saman ásamt ýmsu öðru. Í góðu veðri fara þau gjarnan út á pallinn með handavinnu eða það sem verið að gera í það skiptið.

Þrír starfsmenn vinna í Iðju Dagvist og að jafnan eru um 17 – 18 vistmenn sem sækja þjónustuna dag hvern frá kl. 08.00 – 15.30

Agnes Þór færði sönghópnum svalandi ávaxtasjeik

 

Fréttamaður var fenginn til að græja grillið, fórst honum það vel úr hendi. “Það vantaði bara smá pung í þetta”

 

Anna Kristinsdóttir lifði sig inn í sönginn

 

Þeir bræður Þorsteinn og Gísli Elíassynir, Anna Kristinsdóttir og Hrafnhildur Sverrisdóttir

 

Hafdís Ósk að baka lummur

 

Þeir heilsuðust með virktum fyrrverandi og núverandi eigendur að Hólavegi 5, þeir Oddur Guðmundur Jóhannsson sem byggði húsið og Gunnar Smári eigandi í dag

 

Íris að spila á gítarinn og þau sem synja með eru Kittý Jónsdóttir, Þorsteinn Elíasson, Hrafnhildur Sverrisdóttir og Erla Jóhannsdóttir