Þann 9. Janúar 2020 voru lögð fyrstu drög að stofnun íslendingafélags á Gran Canaria á Kanaríeyjum.

Fundurinn var haldinn á veitingahúsinu El Duke sem er Íslendingum vel kunnur og var mjög fjölmennur og voru undirtektir góðar við þeim tillögum sem voru lagðar fram.

Listi var látinn ganga þar sem fólki var gefinn þess kostur að skrá sig í félagið. Að lokum var samþykkt að boðað yrði til formlegs stofnfundar og verður hann haldinn von bráðar.

Facebooksíða félagsins er hér