Tilkynning frá Húnaþingi vestra:

Sorphirða í dreifbýli raskast þessa viku vegna veðurs og færðar. Reynt er að halda áfram að hirða eins og aðstæður leyfa.

Minnum íbúa á að moka frá sorp- og endurvinnslutunnum svo sorphirða geti farið fram. Mikilvægt að aðgengi frá tunnum og að sorphirðubíl sé í lagi.

Rúlluplastssöfnun sem átti að fara fram í desember er áætluð í næstu viku 13. – 17. janúar. Þeir sem vilja láta bæta sér á listann, hafi samband við Ráðhús í síma: 455-2400 eða senda á netfangið skrifstofa@hunathing.is

Af: hunathing.is