Í kvöld þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20:00 verða tónleikar til styrktar Björgunarsveitarinnar Stráka, til kaupa á sértækum skyndihjálpar-töskum til að hafa í bílum sveitarinnar.

Björgunarsveitin Strákar stóð vaktina við að aðstoða bæjarbúa í óveðrinu sem gekk yfir desember og eins þegar eitthvað bjátar á í bæjarfélaginu.

Kynnar á tónleikunum verða Steini B og Steini B
(Þorsteinn Bertu Sveinsson og Þorsteinn Bjarnason)

Glæsilegur hópur flytjenda mun koma fram á tónleikunum og flytja fjölbreytta dagskrá.

Meðal flytjenda verða:
Karlakórinn í Fjallabyggð
Rafn Erlendsson
Guito og Steini
Landabandið
Hófí
Eva Karlotta, Ragna Dís og Fannar
Ræningjarnir
Dúó Brasil
og margir fleiri.

Miðaverð 2000 kr.

Þeir sem ekki komast á tónleikana en vilja styrkja Stráka, geta lagt inn á reikning björgunarsveitarinnar: 0348-26-2717. Kennitala: 5510791209

óveður
Björgunarsveitin Strákar alltaf viðbúnir þegar á þarf að halda