Nýnemar voru boðin velkomin í Menntaskólann á Tröllaskaga í gær, en í MTR er ekki busavígsla heldur nýnemadagur sem einkennist af samveru og fjöri.

Veðrið lék við nemendur og dagskráin var hefðbundin. Fyrir hádegið var sápuboltamót og í hádeginu var grillveisla. Að því loknu fjölmenntu nemendur í sund.

Auk nemenda MTR var unglingastiginu í Grunnskóla Fjallabyggðar og 10 bekk Dalvíkurskóla boðið að taka þátt í deginum svo það var fjölmennt og góðmennt.

Nemendafélagið Trölli skipuleggur nýnemadaginn sem er í boði skólans.

Fleiri myndir frá sápuboltanum hér.

Myndir/ SMH