Á vef Umhverfisstofnunar segir að á Íslandi eru flutt inn 44 kg af raftækjum á hvern íbúa og 14 kg af þeim fara til endurvinnslu. Raftækjaúrgangur er sá úrgangur sem vex hvað mest í heiminum í dag.
Megin ástæðan er hröð tækniþróun, hraðari úreldun og verð á raftækjum lækkar svo fleiri í heiminum hafa kost á því að kaupa þau.

Talið er að um 50 milljón tonn af raftækjaúrgangi falli til á heimsvísu á árinu 2018 og einungis 20% fari til endurvinnslu, sem þýðir að 40 milljónir tonna fara annað hvort í urðun, brennslu eða eru meðhöndluð með öðrum hætti. Þegar við förum ekki með raftæki í endurvinnslu tapast úr hagkerfinu okkar verðmæti og sjaldgæf efni, auk þess að meðhöndla þarf sérstaklega og farga ýmsum hættulegum efnum í raftækjum.

Sífellt er verið að herða kröfurnar um endurvinnsla raftækja til að ná til baka t.d. dýrum málmum og sjaldgæfum efnum. Endurvinnsla efna sem þarf ekki að vinna úr námum er hagkvæm umhverfislega, félagslega og efnahagslega.
Dagarnir 8. til 14. október verða helgaðir alþjóðlegu átaki í söfnun raftækja en um alþjóðlegan viðburð er að ræða sem Úrvinnslusjóður hefur umsjón með.

Átakið er haldið í 20 löndum.

 

Frétt: Umhverfisstofnun
Mynd: Pixabay