Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í dag hugleiðingar sínar um hið nýja norm í loftslagsmálum.

“Í dag greina íslenskir fjölmiðlar frá miklum hitum sem geisað hafa í suðvestanverðum Bandaríkjunum, Mexíkó og beggja vegna Miðjarðarhafsins. Ástand sem varað hefur að undanfarnar vikur. Einnig í Mið-Austurlöndum og austarlega í Kína og í Japan. Fjölmörg hitamet hafa fallið.

Segja má að þetta sé nýr raunveruleiki og eldri meðaltöl og viðmið eiga ekki lengur við.

Alþjóða Veðurfræðistofnunin minnir á með tilkynningu í dag að hitabylgjur að sumari sú að verða algengari, lengri og svæsnari en áður.

Vísað er í nýjustu vísindaskýrslu IPCC þar sem segir að um 2050 muni um helmingur íbúa í Evrópu standa frammi fyrir mikilli hættu á ofsahita að sumrinu (e. high risk of heat stress).

Augljóslega einkum íbúar í suðurhluta álfunnar.

Með fylgir hitaspáin fyrir daginn í dag frá ECMWF og hún er bísna lýsandi fyrir ástand mála.

Þessi nýji veruleiki dregur með margvíslegum hætti úr lífsgæðum þeirra sem áfram kjósa að búa eða dvelja að sumrinu á þessum slóðum. Vafalítið munu fjölmargir margir á næstu áratugum freista þess að flytja norður á bóginn í tempraðra loftslag.

Slíkt viðbragð væri dæmigert fyrir aðlögun að loftslagsbreytingum”.

Mynd/af facebooksíðu Einars Sveinbjörnssonar