Lögð var fram tillaga H-listans vegna byggingu íbúðarhúsnæðis í Ólafsfirði á 232. fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar

H-listinn lagði fram eftirfarandi tillögu í þremur liðum.

a) Að hafin verði vinna við að deiliskipuleggja svæðið norðan við hús eldri borgara í Ólafsfirði að Aðalgötu með það fyrir augum að byggja þar hentugt húsnæði, raðhús, á einni hæð.
b) Einnig verði kannað hvort skynsamlegt geti verið að breyta núverandi deiliskipulagi við Bakkabyggð og Mararbyggð þannig að hægt verði að koma þar fyrir lóðum fyrir par- og raðhús og er aðallega horft til lóða norðan við göturnar. Engar skipulagðar lóðir eru fyrir par- eða raðhús í Ólafsfirði í dag.
c) Að bæjarstjóra verði falið að hefja viðræður við leigufélögin Brák og Bríeti um aðkomu þeirra og kaupum á nýjum íbúðum í Ólafsfirði. Markmiðið er að framkvæmdir við verkefnið gætu hafist árið 2024.

Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu H-listans og vísar henni til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd.

Fylgiskjöl: