Krabbelurer

  • 1 egg
  • 5 msk sykur
  • 2,5 dl hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk vanillusykur
  • 3/4 dl mjólk
  • smjör til að steikja úr
  • sykur til að velta upp úr

Hrærið egg og sykur þar til blandan er létt. Bætið þurrefnum og mjólk saman við og hrærið deigið slétt.

Steikið á pönnu við miðlungshita upp úr vel af smjöri í um 3 mínútur á hvorri hlið (seinni hliðin gæti þurft styttri tíma). Veltið upp úr sykri. Berið fram með sultu og jafnvel þeyttum rjóma.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit