Í dag, sunnudaginn 31. júlí er síðasti dagur Síldarævintýris 2022.

Barnadagskrá verður frá kl. 12:00 – 16:00 í íþróttahúsinu, í boði Fjallabyggðar. Þar verða Nerf byssuleikur, hoppukastalar og þrautabraut.

Frá kl. 13:00 – 15:00 býður Fjallabyggð börnum frá 0 – 18 ára frítt í diskósund.

Kl. 16:00 verða sagðar siglfirskar gamansögur á Ljóðasetrinu.

Síðan lýkur gleðinni á Verbúðar tónleikum og balli með Ástarpungunum á Kaffi Rauðku frá kl. 20:00.

Miðasala á kaffiraudka.is

Mynd/ Leó Ólason