Það er líklega ekki á hverjum degi sem sjá má og heyra kirkjuorganista þenja kraftmikinn rafmagnsgítar og syngja í viðeigandi stíl.

Það gerðist þó síðastliðinn föstudag, 11. febrúar, sem er 1-1-2 dagurinn, á frábærum tónleikum í Siglufjarðarkirkju.

Fjöldi tónlistarmanna og kvenna komu fram og þóttu tónleikarnir takast mjög vel.

Tilgangurinn var, auk þess að skemmta áhorfendum, að safna fyrir fullkomnum dróna sem Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði notar við leitarstörf.

Dróni sem þessi kostar um það bil fjórar og hálfa milljón króna, og vantaði um það bil eina milljón upp á til að klára kaupin. Söfnunin á tónleikunum skilaði rúmri milljón, svo nú er dróninn fjármagnaður að fullu. Björgunarsveitin Strákar þakkar öllum sem tóku þátt í söfnuninni með fjárframlögum eða vinnuframlagi.

Þeir sem misstu af tónleikunum geta horft á upptökuna hér fyrir neðan, og þótt dróninn sé full fjármagnaður má alltaf styðja við björgunarsveitina því verkefnin skortir aldrei.

Myndir/Björgunarsveitin Strákar