Á vefsíðunni lifdununa.is birtist pistill eftir Sigurð Valgeirsson sem hann nefnir:

Einfaldar hugmyndir um aðra algengar

Þar segir Sigurður meðal annars:
Ég hef oftar en einu sinni mætt hópi unglinga á göngustíg klæddum samkvæmt nýjustu tísku með hljóðgræjur í eyrunum og fýlusvip og hugsað með mér: Skyldi maður verða barinn? Svo hefur einhver þeirra boðið kurteislega gott kvöld. Þetta hefur minnt mig á að það er ekki gáfulegt að gera sér of almennar hugmyndir um aldurshóp, jafnvel þó að hann kunni að bera sameiginleg útlitsmerki.

Sigurður ræðir einnig um fordóma í garð hinna eldri eins og að þeir eigi erfitt með að nota tölvur og það þyki nánast fréttaefni ef þeir geti átt myndspjall um tölvu hjálparlaust.

Hann nefnir í því sambandi að tölvu frumkvöðlarnir Steve Jobs og Bill Gates fæddust um svipað leyti og eldriborgarar nútímans.

Nýlega var sendur út myndskreyttur bæklingur til eldri borgara þar sem nokkrar myndir sýndu harmonikku sem einskonar táknmynd, en fullvíst má telja að rokkkynslóðin sem nú er um áttrætt er almennt ekki mikið fyrir harmonikkur.

Pistilinn má lesa í heild á vefsíðunni lifdununa.is