Síðasti heimaleikur Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í 3. deild karla er í dag laugardaginn 14. september þegar Reynir frá Sandgerði sækir KF heim á Ólafsfjarðarvöll.

Liðin mættust fyrr í sumar í Sandgerði þar sem leikar fóru 1-5 með sigri KF.

KF er í 2. sæti deildarinnar en Reynir er í 5. sæti með 35 stig.

Leikurinn hefst kl. 14:00 og eru allir stuðningsmenn KF hvattir til að mæta á völlinn og styðja sína menn til sigurs.

 

Mynd: Guðný Ágústsdóttir