Jólahúnar í Húnaþingi vestra

Föstudaginn 16. desember munu Jólahúnar í Húnaþingi vestra syngja inn jólin.

Miðaverð er 3.000 kr. í forsölu.
Húsið opnað kl. 20:00 en tónleikarnir byrja kl. 20:30.

Forsala er í söluskálanum á Hvammstanga til 15. desember. Enginn posi er í forsölu.

Einnig verður selt inn við hurð og verður þá miðaverð 3.500 kr.

Allur hagnaður af tónleikunum í Félagsheimilinu Hvammstanga rennur í velferðarsjóð Húnaþings vestra.

Bar verður á staðnum.

Jólahúnar eru upphaflega hugarfóstur Skúla Einars heitins sem lést í fyrra eftir hetjulega baráttu við krabbamein.

Einkunnarorð tónleikanna hans Skúla voru og eru: “Samstaða og kærleikur”.

Jólahúnar – jólatónleikar
Samstaða og kærleikur