Sunnudagskvöldið 11. desember héldu þau Daníel Pétur Daníelsson, Edda Björk Jónsdóttir og Hörður Ingi Kristjánsson tónleika til styrktar jólasöfnun Önnu Hermínu og að fluttu úrvals jólalög í Bátahúsi Síldarminjasafnsins.

Tónleikagestum safnsins var þakkað á facebooksíðu Síldarminjasafnsins og meðal annars segir þar. “Við viljum þakka kærlega öllum þeim sem lögðu leið sína á jólatónleika Síldarminjasafnsins.

Enginn aðgangseyrir var að tónleikunum, en gestum var boðið að leggja fram frjáls framlög sem renna óskipt til árlegrar jólagjafasöfnunar Önnu Hermínu fyrir Mæðrastyrksnefnd”.

Alls söfnuðust 263.000 kr. sem munu sannarlega koma sér vel. Anna Hermína hefur þegar lagt upphæðina inn á Velfarnaðarsvið Eyjafjarðar og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Anna Hermína er tónleikagestum og þeim sem stóðu að tónleikunum afar þakklát fyrir velvildina.

Tónleikar til styrktar jólasöfnun Önnu Hermínu

Mynd/skjáskot úr myndbandi Síldarminjasafnsins