Harmonikkuunnendur og áhugafólk um gömlu dansana.

Áhugafólk um harmonikkuleik og gömlu dansana í Húnaþingi vestra hefur ákveðið að boða til stofnfundar um félag fólks sem hefur þetta áhugamál.

Aðal tilgangur félagsins verður að vinna að framgangi harmonikkutónlistar og gömlu dansanna, og að gera veg þeirra sem mestan á svæðinu.

Ákveðið hefur verið að blása til stofnfundar félagsins um þetta áhugamál í V.S.P. – Verslunarhúsi Sigurðar Pálmasonar, Brekkugötu 2, Hvammstanga, fimmtudaginn 15. desember 2022 kl. 17:00.

Allir hjartanlega velkomnir.

Undirbúningshópurinn.