Í dag, fimmtudaginn 17. ágúst, var formleg opnun á „Píetaskjóli“ á Húsavík. Píeta samtökin hafa aðstöðu í Stjórnsýsluhúsinu á Ketilsbraut 7-9 og taka viðtölin þar í fallegu viðtalsherbergi sem samtökin hafa aðgengi að. 

Í móttökunni voru til staðar fulltrúar frá Píeta samtökunum, sveitarstjóri Húsavíkur Katrín Sigurjónsdóttir og ýmsir aðrir fulltrúar úr stjórnsýslu bæjarins og félagasamtökum. Gunnhildur Ólafsdóttir fagstjóri Píeta samtakanna flutti kynningu á starfsemi Píeta og veitti Tónasmiðjunni viðurkenningu fyrir flott starf í þágu samtakanna á Húsavík. Karen Elsu Bjarnadóttir sálfræðingur Píeta og sveitastjóri Húsavíkur Katrín Sigurjónsdóttir klipptu á gulan borða í tilefni opnunarinnar. 

Píeta samtökin bjóða upp á meðferð fyrir einstaklinga með sjálfsvígshugsarnir, eru með sjálfskaða og/eða eru í sjálfsvígshættu. Einnig bjóða Píeta samtökin upp á viðtöl fyrir aðstandendur fólks í hættu og aðstandendur sem hafa misst.

Eftir opnun Píeta árið 2018 hefur eftirspurn eftir þjónustu samtakanna aukist gríðarlega. 

Opnun Píeta á Húsavík er liður í því að breiða út þjónustu samtakanna eins og unnt er. Píeta samtökin veita fyrstu hjálp, aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og brú í úrræði fyrir aðra. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða öllum þeim sem hafa náð átján ára aldri.

Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og hægt er að bóka viðtöl í síma 552 2218 alla virka daga milli 09:00 – 16:00. 

Það er alltaf von. 

Mynd/ Einar Hrafn Stefánsson