Plokkfiskur

 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 2-3 msk smjör
 • ½-1 tsk karrí
 • 4-5 msk hveiti
 • 3½ – 4 dl mjólk
 • ½ tsk svartur pipar
 • ½ tsk salt
 • ½ tsk fiskikraftur
 • 600 g soðin ýsa eða þorskur
 • 300 g soðnar kartöflur í bitum
 • 1-2 tsk dijon sinnep
 • 120 g rifinn ostur

Hitið ofninn í 200°. Saxið lauk og hvítlauk og steikið upp úr smjöri við miðlungsháan hita þar til laukurinn verður glær. Setjið karrý saman við og steikið í ½ mínútu til viðbótar. Stráið hveiti yfir og hrærið vel saman. Bætið mjólkinni saman við í smáum skömmtum og hrærið stöðugt á meðan. Setjið fiskikraft út í ásamt pipar og salti. Látið sjóða við vægan hita um stund og hrærið í á meðan.  Skerið fiskinn og kartöflurnar í bita og bætið þeim út í með sleif.

Setjið blönduna í eldfast mót. Hrærið sinnepi saman við rifinn ost og stráið yfir plokkfiskinn. Bakið í 10 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram með rúgbrauði.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit