Hindberjatrufflur

  • 250 g fersk hindber
  • 1 msk sykur
  • 100 g dökkt súkkulaði (56% súkkulaðið frá Nóa Siríus)
  • 1/2 dl rjómi
  • 1/2 msk smjör

Blandið um 1/2 dl af hindberjum með sykri og hrærið þar til sykurinn er uppleystur. Látið blönduna renna í gegnum sigti og hendið kjörnunum sem verða eftir í sigtinu.

Hakkið súkkulaðið. Hitið rjómann að suðu og takið pottinn af hitanum. Hrærið súkkulaði, smjöri og kjarnalausu hindberja/sykurblöndunni í rjómann þar til blandan er orðin slétt. Látið blönduna aðeins kólna í ísskáp. Sprautið trufflunni í hindberin og látið standa í ísskáp þar til þau eru borin fram (ekki geyma þau of lengi þar sem þau geta þá orðið aðeins blaut).

 

 

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit