Siglfirðingurinn Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir var valin til að fara í sumarskóla Badminton Europe í Finnlandi dagana 4. – 11. júlí.

Þrír leikmenn í U15 fóru fyrir Íslands hönd en það voru þau Hrafnhildur Edda frá TBS, Halla Stella frá BH og Máni Berg frá ÍA.

Mikil dagskrá var alla vikuna, margar skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar með frábærum þjálfurum. Þetta var heilmikil og góð reynsla fyrir krakkana.

Sjá nánar frétt frá Badmintonsambandi Íslands.

Mynd/ af facebooksíðu TBS