Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin um helgina, 25.- 27. júní.

Dagskráin er fjölbreytt og ætti að vera hægt að finna eitthvað skemmtilegt við allra hæfi. Veðurspáin er góð fyrir helgina eins og sjá má á mynd frá Veðurstofu Íslands.

Veðurspáin fyrir laugardaginn 26. júní.

Ljóst er að dagskráin verður töluvert breytt frá fyrri árum en áhersla verður lögð á að búa til afþreyingu og umhverfi sem fjölskyldur og vinahópar geta notið í sameiningu.

Hægt er að fylgjast með á facebooksíðu: Bæjarhátíðin Hofsós heim, 25. – 27. júní 2021