Gjafa- og starfsmannasjóður Grunnskóla Húnaþings vestra hefur ákveðið að styrkja Velferðarsjóð Húnaþings vestra núna fyrir jólin þar sem ekki hefur verið mögulegt að stefna fólki saman til skemmtunar á COVID tímum. 

Starfsfólk Grunnskólans skorar á önnur fyrirtæki og stofnanir í Húnaþingi vestra að styrkja velferðarsjóðinn til að létta undir með þeim sem minnst hafa um hátíðirnar.