Jón Dýrfjörð er einn af þeim sem gáfu myndir á ljósmyndasýningu Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar til styrktar Ljóðasetri Íslands sem hófst í gær kl. 14:00 og og verður opin til 24. apríl.
Hér að neðan má sjá stórskemmtilegt myndband af ljósmyndum Jóns, sem teknar voru hér á árunum áður í ferðalagi þeirra hjóna Erlu Eymundsdóttur og Jóns frá Hjörleifshöfða í Fjaðrárgljúfur.

Til sölu verða myndir frá þessu ferðalagi á sýningunni.