Gestaherbergið verður á sínum stað á FM Trölla í dag.

Gestaherbergið verður á sínum stað í dag en ekki á sínum tíma – nema á Íslandi, því við hér í útlöndum erum búin að breyta klukkunni og erum komin yfir á sumartíma, eina ferðina enn.
Þátturinn er á þriðjudögum á milli kl. 17:00 – 19:00 að íslenskum tíma á FM Trölla 103.7 og á www.trolli.is.
Að vanda eru það Helga og Palli sem stjórna þættinum.

Þátturinn í dag verður með nokkuð hefðbundnu sniði; þemað í þessari viku er “silence/þögn”, við spilum óskalög og ekki óskalög, samt vonandi ekki lög sem þið óskið alls ekki eftir að heyra.

Það verður dregið í súkkulaðileiknum (leikinn finnið þið á Gestaherbergissíðunni á Facebook um að gera að taka þátt) og munum mjög líklega kannski hringja í vinningshafa.

Við munum svo hringja í Jónínu Margréti Arnórsdóttur og spjalla við hana um Íslenska Söfnuðinn í Noregi og ýmislegt fleira.
Og jú… við ætlum að tala… engar áhyggjur. Hægt er að hlusta hvar sem er í heiminum með því að smella hér: https://trolli.is/gear/player/player.php og annars á Trölli FM 103.7