Stöðugur straumur af sýningargestum kom í Ljóðasetur Íslands á sýningu Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar sem opnaði í gær kl: 14:00.

Þar eru til sýnis 36 ljósmyndir eftir fimmtán ljósmyndara sem gefa verk sín til styrktar Ljóðasetrinu.

Nokkrar myndir seldust, allar myndir eru verðmerktar en það er frjálst að bjóða í þær.

Sýningin verður opin til 24. apríl og opnar kl. 14:00.

 

Sjálfsmynd Hafliða Guðmundssonar kennara er til sölu

 

Þórður Davíð og Haraldur Ívar voru ánægðir með sýninguna

 

Spjallað og spáð í myndir

 

Kaffi og súkkulaði er á boðstólnum

 

Sýningin var vel sótt og nokkrar myndir seldust