Markaðsstofa Norðurlands heldur opna fundi á Norðurlandi vestra 3. júní nk.

Á fundunum munu þau Arnheiður Jóhannsdóttir og Björn H. Reynisson fara yfir nokkur atriði fyrir komandi mánuði.  Farið verður yfir þær markaðsaðgerðir sem til stendur að ráðast í á næstu mánuðum, bæði fyrir innlendan og erlendan markað.  Auk þess verða kynntar niðurstöður markaðsrannsóknar sem gerð var á síðasta ári á vegum Rannsóknarmiðstöð Ferðamála og Ferðadeild Háskólans á Hólum fyrir Markaðsstofu Norðurlands.  Þar var gerð eigindleg rannsókn hjá ferðamönnum á Norðurlandi, netrannsókn á ferðaþjónustuaðilum og rannsókn á notkun samfélagsmiðla. Sóknaráætlun Norðurlands vestra studdi rannsóknirnar.

Fundirnir á Norðurlandi vestra verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

Miðvikudaginn 3. júní – KK Restaurant, kl 9:00 – Sauðárkrókur

Miðvikudaginn 3. júní – Eyvindarstofa, kl 12:30 – Blönduósi

Miðvikudaginn 3. júní – Hótel Laugarbakki kl 16:00 – Húnaþing Vestra

Áætlað er að hver fundur verði um klukkutíma langur.

Vinsamlegast skráðu þig á fund hér.

Nánari upplýsingar veitir Björn H Reynisson, bjorn@nordurland.is eða í síma 462-3300.