Skriða

Nýlega var auglýst eftir styrkumsóknum á sviði bókmennta og bókmenningar vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Umsóknarfrestur rann út 11. maí sl.

Alls bárust 257 styrkumsóknir frá 199 aðilum, sótt var um fyrir verkefni að heildarupphæð 111 milljónir króna. Veitt er 36 milljónum króna í styrki til 45 verkefna af ýmsum toga og fyrir allan aldur – og þau fara fram víða um land.

Þar má nefna margvísleg ritstörf, útgáfu, þýðingar, hlaðvörp, bókmenntaviðburði, vefi, hljóðbókagerð, ritsmiðjur, námskeiðahald og fleira. 

Einn af umsækjendum var Skriða bókaútgáfa á Hvammstanga.

Hlaut átaksverkefni Skriðu bókaútgáfu; ritstörf/þýðing/útgáfa þriggja verka styrk að upphæð 800.000.

Birta Þórhallsdóttir bókaútgefandi sagði á facebook síðu sinni. “Þetta þýðir að tvær skáldkonur geta komið til okkar Skriðu í vinnubúðir í Holt menningarsetur, Hvammstanga og við þrjár unnið í verkefnum tengdum ritstörfum og þýðingum og ýtt bókum úr vör sem síðan verða gefnar út hjá útgáfunni”.

Sjá nánar hverjir hlutu styrk: Hér