Á vefsíðu Siglfirðings.is birtist frétt þess efnis að nýtt hljóðkerfi væri komið upp í Siglufjarðarkirkju.

Sá sem á veg og vanda að þessu veglega hljóðkerfi er Þórleifur Jóhann Haraldsson sem færði kirkjunni það að gjöf.

Um er að ræða hljóðkerfi og ýmis tól frá hinu þekkta vörumerki Bose, þar á meðal tvær hljóðstangir sem hvor um sig er með níu hátölurum í,  og eitt bassabox, en svo að hluta til líka frá Yamaha.

Gjöfin er að verðmæti hátt á aðra milljón króna. Hljóðkerfið býður upp á allt það nýjasta á markaðnum, s.s. blátönn, og er nettengt.

Sjá einnig frétt sem birtist um hljóðkerfið á Kirkjan.is: Vegleg gjöf


Sjá nánar á Siglfirðingur.is

Myndir: Sigurður Ægisson