Jólahúnar er hópur fólks víðs vegar úr Húnavatnssýslu sem skemmtir sveitungum sínum með söng og skemmtilegheitum í anda jólanna. Þetta er í þriðja skiptið sem Jólahúnar stíga á svið með þessum hætti og er markmiðið að efla samhug og samvinnu á milli austur og vestur Húnavatnssýslu.

Skemmtu Jólahúnar í gær á Blönduós, í dag kl. 17.00 og 21.00 verður skemmt í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka og á morgun sunnudaginn 2. des verða Jólahúnar í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd kl. 18.00.

Jólahúnar

Hljómsveitina skipa þeir Aðalsteinn Grétar Guðmundsson á píanó og hljómborð, Eyþór Hjörtur Gylfi Geirsson á trommur, Eyþór Ágústsson á gítar, Jón Ólafur á bassa, Skúli Einarsson á gítar og Ólafur Rúnarsson á gítar, selló og á úkúlele.

Ástrós og Ólafur

Söngvarar eru þau Ástrós Elísdóttir Skagaströnd, Laufey Lind Ingibergsdóttir Skagaströnd, Guðmundur Karl Ellertsson Blönduós, Guðrún Eik Skúladóttir V-Hún, Kristinn Víglundsson Hvammstanga og systurnar Sonja og Kolbrún Marínósdætur ættaðar frá V-Hún

Sonja Marinósdóttir, V-Hún

 

Guðrún Eik Skúladóttir

 

Kristinn Víglundsson, Hvammstana

 

Guðmundur Karl Ellertsson, Blönduós

 

Laufey Lind Ingibergsdóttir, Skagaströnd

 

Skúli Einarsson, V-Hún. Skúli hefur verið aðal driffjöðrin í að koma þessari skemmtilegu söngskemmtun á laggirnar

 

Gunnar Smári Helgason sér um hljóðblöndun

 

Systurnar Sonja og Kolbrún Marinósdætur

 

Ólafur Rúnarsson, Hvammstanga, Ólafur er jafnframt tónlistastjóri Jólahúna

 

Ástrós Elísdóttir, Skagaströnd

 

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir