Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar lagði fram tillögu á fundi sínum 12. febrúar um að samsetning stýrihóps um gerð Markaðsstefnu Fjallabyggðar verði með eftirfarandi hætti:
Tveir aðilar úr bæjarstjórn, formaður markaðs- og menningarnefndar og tveir aðilar sem hafa reynslu eða menntun á sviði markaðssetningar.

Markaðs- og menningarfulltrúi verður starfsmaður stýrihópsins. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar.