Karlmaður um fimmtugt hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að hafa farið óboðinn inn á heimili á Siglufirði að morgni dags í maí fyrir rúmu ári segir á vefmiðlinum Vísir.is.

Konan hafði sakað karlmanninn um að hafa ráðist á sig daginn á undan og reynt að nauðga sér.

Fram kom við aðalmeðferð málsins að kærasti hennar hefði mætt til hans og þeir rætt málið kvöldið áður. Karlmaðurinn hefði ekki talið þá hafa náð að útkljá málið og því gert sér ferð frá Akureyri til Siglufjarðar til að hitta á kærustuparið.

Héraðsdómur Norðurlands eystra leit til þess að karlmaðurinn hefði brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs og þótti skilorðsbundið 30 daga fangelsi hæfileg refsing.

Sjá nánar á Vísir.is