Lögreglan á Norðurlandi vestra birti á facebook síðu sinni:

Kæru ökumenn!

Þá er það sumarboðinn ljúfi – nagladekkin í geymsluna!

Við munum sekta fyrir notkun negldra hjólbarða eftir 20. maí og biðjum ykkur um að setja sumardekkin undir fyrir þann tíma. Ökumenn geta átt von á 80.000 kr. sekt fyrir að aka um á negldum hjólbörðum, þá 20.000 kr. fyrir hvern negldan hjólbarða.

Hvað eru margir negldir hjólbarðar í því?

Gleðilegt sumarið og akið varlega

Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra