Seinasti þátturinn er í dag.

Hananú, þá er þessu að verða lokið.
Síðasti þáttur Andans truntna fer í loftið í dag, klukkan 18 stundvíslega…. ish.
Í þessum lokaþætti munu trunturnar einungis leika truntulög, með einni undantekningu þó: bútasaumslagið fyrsta, “Meira mas” munum við að sjálfsögðu leika.
Að öðru leyti verða öll örlögin spiluð, og jólalagið að sjálfsögðu. Þessu til viðbótar verða leikin þrjú kveðjulög, eitt frá hverri truntu.
Ekki missa af þessu krakkar!