Þann 16. mars síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem Fjallabyggð tapaði máli gegn Á Gunnari Júlíussyni, einnig vel þekktur sem “Gunni Júll” á Siglufirði.

Fjallabyggð kærði Gunnar fyrir brot á lögum um búfjárhald og samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð, með því að hafa frá haustmánuðum 2018 til 10. desember 2018 haldið ótiltekinn fjölda af sauðfé í flugskýli við Flugvallarveg 2 á Siglufirði, án þess að vera með leyfi skipulags- og umhverfisnefndar sveitarfélagsins Fjallabyggðar fyrir búfjárhaldi á þessum stað innan þéttbýlis í Fjallabyggð.

Þess var krafist að ákærði (Gunnar) yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostaðar.

Flugskýlið sem ákærði heldur fé sitt í, er í botni Siglufjarðar, austan megin Hólsár. Það er innan skilgreinds þéttbýlis Siglufjarðar samkvæmt aðalskipulagi en utan þeirrar afmörkunar sem sýnd er á loftmynd sem fylgir samþykkt um búfjárhald, og nokkuð frá byggðakjarnanum.

Það er álit dómsins að samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð sé ekki nægilega skýr til að ákærða verði refsað fyrir þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Verður ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvalds.

Samkvæmt úrslitum málsins og 2. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 greiðist sakar- kostnaður úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, sem að teknu tilliti til ferðatíma eru ákveðin 471.200 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum, og ferðakostnað hans, 62.700 krónur.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.