Nýlega var haldið í Háskólanum á Akureyri mjög gott námskeið sem nefnist Hagnýtt hraðnámskeið í samfélagsmiðlun.

Þar sem við “Tröllahjónin” erum mestmegnis að vinna við miðlun, bæði á vefnum trolli.is og með útvarpsstöðinni FM Trölli fannst okkur bráðnauðsynlegt að grípa þetta einstaka tækifæri og drífa okkur í háskóla !

Það er skemmst frá því að segja, að þetta námskeið var í einu orði sagt frábært og mjög fróðlegt. ( Þetta voru reyndar fleiri en eitt orð ). “Stundum leið mér eins og Maríanna hefði fundið upp Internetið” var haft eftir einum nemandanum.

Það var Maríanna Friðjónsdóttir sem leiddi þetta námskeið, og fór hún algerlega á kostum í hlutverki kennarans. Maríanna hefur starfað síðan 1970 við miðlun, fyrst sem “pródúsent” eða upptökustjóri hjá Sjónvarpinu (RUV) og síðar hjá Stöð2, Sagafilm og víðar. Hún hefur alla tíð verið mikil baráttukona þegar kemur að fjölmiðlun og hefur frá upphafi internetsins verið mjög framarlega í nýtingu þeirra möguleika sem netið býr yfir. Maríanna var m.a. í fyrsta kvennaliðinu sem keppti í rallý, og má kannski segja að það lýsi persónunni á vissan hátt, afar krafmikil og skemmtileg manneskja.

Maríanna Friðjónsdóttir.

 

Maríanna “býr í ferðatösku” að eigin sögn, og ferðast víða til að miðla af þekkingu sinni og reynslu, en aðsetur hennar er skráð í Danmörku.

Hún rekur meðal annars vefsíðuna webmom.eu og má þar sjá ýmislegt sem hún hefur verið að fást við.

 

Frétt og myndir: Gunnar Smári Helgason