Hákon Leó Hilmarsson skipar 8 sæti H-Listans í Fjallabyggð

“Ég er 25 ára gamall Ólafsfirðingur. Foreldrar mínir eru Hilmar Kristjánsson og Birna Óskarsdóttir og er ég yngstur fjögurra systkina. Í dag bý ég á Hafnartúni 4 á Siglufirði og hef gert það undanfarin 2 ár.

Ég er bakari, starfa í Aðalbakaríinu á Siglufirði og hef gert það síðan árið 2015. Ég útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Tröllaskaga um jólin 2015 og hóf þá nemaferil minn í bakstri. Nemaferillinn minn fór að mestu leyti fram í Aðalbakaríinu, að undanskildum tveimur önnum í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Á meðan ég var í náminu vann ég nemakeppni í bakstri árið 2019 og útskrifaðist svo með Sveinspróf í bakstri vorið 2020.

Áhugamálin mín eru íþróttir í hvaða formi sem er, þó aðallega fótbolta og hef ég stundað knattspyrnu frá því ég man eftir mér. Í dag spila ég með meistaraflokki í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar (KF). Auk þess er ég nýtekinn við sem gjaldkeri félagsins.

Mér er mjög umhugað um að ungt fólk sem sækir sér framhaldsmenntun annars staðar en í Fjallabyggð sjái það sem raunhæfan kost að snúa aftur heim að námi loknu í traust og gott samfélag. Ungt fólk er mikilvæg auðlind sem við þurfum að halda vel utan um. Að mínu mati eru íþróttir gríðarlega mikilvægur hluti af góðu samfélagi og verðum við að gefa í varðandi uppbyggingu á íþróttaaðstöðu fyrir félög í Fjallabyggð svo við getum aftur orðið samkeppnishæf við sambærileg bæjarfélög.

Setjum x við H!
Hákon Leó Hilmarsson
H-Listinn—fyrir heildina”.