• 200 g digestive kex
  • 100 g smjör
  • 400 g hvítt súkkulaði
  • 250 g philadelphiaostur
  • 2½  dl. rjómi
  • 2 tsk. flórsykur
  • 250 g mascarpone ostur
  • ½ lítir fersk jarðaber
  • 1 sítróna

Myljið kexið í matvinnsluvél. Ef þú átt ekki matvinnsluvél getur þú t.d. sett kexið í plastpoka og mulið það með trésleif.

Bræðið smjörið í potti. Bætið kexmylsnunni í bráðið smjörið og blandið vel. Hellið blöndunni í form með lausum botni og sléttið úr því með höndunum eða bakhlið á skeið. Setjið plastfilmu yfir og geymið í kæli.

Bræðið súkkulaðið í skál yfir sjóðandi vatni. Hrærið í á meðan súkkulaðið bráðnar.

.

Hrærið saman Philadelphia-ost, rjóma, flórsykur og mascarpone-ost í stórri skál. Skolið og skerið jarðaberin í fína bita.

Hrærið jarðaberjum og rifnu sítrónuhýði í ostablönduna. Setjið ostablönduna yfir kexbotninn og breiðið síðan bráðnu súkkulaðinu yfir. Setjið kökuna í ísskáp og látið hana kólna áður en hún er borin fram.

Skreytið kökuna gjarnan með jarðaberjum.

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit