Menningarstyrkir Fjallabyggðar voru afhentir við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg 6. febrúar síðastliðinn.

Fjallabyggð hefur kynnt þau verkefni sem hlutu styrki og mun Trölli.is birta fréttir af þeim verkefnum á næstunni.

Að þessu sinni kynnum við verkefni Arnfinnu Björnsdóttur sem hún hlaut styrk fyrir.

Abbý rekur vinnustofu að Aðalgötu 13 á Siglufirði þar sem hún vinnur að list sinni, klippimyndum frá Síldarárunum og annarri myndlist ásamt handverki.

Þann 20. maí ár hvert opnar hún sýningu sem er opin til 20. september eða lengur. Abbý sækir um styrk til að halda listasýningu á árinu.

Styrkupphæð kr. 50.000 kr. –

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir