Á 111. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar var lagt fram til kynningar erindi frá Gáru ehf. dags. 29. janúar 2020 varðandi Clean up Iceland.

Hafnarstjórn tók jákvætt í erindið og felur markaðs- og menningarfulltrúa að útfæra hugmyndina.

Clean up Iceland felur í sér að farþegar leiðangursskipa fara í land og tína rusl í útvöldum fjörum ásamt heimamönnum.

Á síðustu misserum hafa Gára og NAA verið að vinna náið með AECO og Bláa Hernum að verkefninu Clean up Iceland.

Nú hafa 10 útgerðir leiðangursskipa skráð sig í verkefnið, og munu fyrstu hreinsanirnar fara fram í sumar.

Þetta verkefni er tækifæri fyrir þá sem starfa með skemmtiferðaskipum að skapa jákvæða umfjöllun um leið og hægt er að stuðla að hreinna Íslandi.

Fjörurnar þurfa að vera aðgengilegar frá sjó á zodiac bátum og helst með nóg af rusli.

Ruslið er svo tekið með aftur um borð og losað í næstu höfn.